Þjálfarar


Árni Freyr Guðnason

Hann er betri en Ronaldo!


Nýtt ár og nýr þáttur!

Árni Guðna kíkti í langt og gott spjall við Sölva Haralds á öðrum í þrettánda. Farið var yfir víðan völl og rætt hitt og þetta en aðalega þetta. Síðan fékk Árni auðvitað smá heimavinnu sem var mjög skemmtileg og einnig var #AskÁrni á sínum stað.

Njótið þáttarins elsku bestu ÍR-ingar!


Ísak Máni Wíum

Kassagómur í Hagkaup varð þjálfaraundrabarn


Sölvi og Ísak Máni Wíum, þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta og fyrrverandi þjáfari meistaraflokks kvenna í körfubolta, spjölluðu heillengi um hitt og þetta. Tímabilið hefur farið vel af stað og það var auðvitað farið yfir það ásamt því að snerta á vonbrigðunum í fyrra. Einnig var farið yfir fótboltann. Geggjaðar sögur af Dóra Arnars m.a.

Ísak fékk líka heimavinnu og þurfti að power ranka 5 topp 3 ÍR of all time lista. #AskÍsakWíum var að sjálfsögðu á sínum stað og það var farið yfir víðan völl.

Njótið elsku hlustendur!



Jóhann Birnir Guðmundsson

Úr Garði í Premier League í ÍR


Okkar allra besti Jóhann Birnir Guðmundsson kíkti í spjall til okkar. Við fórum yfir glæsilegan feril Jóhanns þar sem Jóhann sagði okkur margar góðar og skemmtilegar sögur. Síðan var auðvitað farið í #Askjoe áður en við enduðum þáttinn á því að fara yfir tíma Jóhanns í ÍR. Jóhann er með skýrar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að vera í ÍR og hann sér stór tækifæri í framtíðinni.