Stuðningsmannatreyja - ÍR Diehards
Stuðningurinn hefur verið gífurlega góður í upphafi móts og er mjög mikilvægur. ÍR Diehards hafa sett svip sinn á Lengjudelildina og eru án efa bestu stuðningsmenn deildarinnar, ef ekki landsins, til þessa. Allir alvöru Diehards eiga eina treyju merkt 109 og Diehards aftan á en framan á er ÍR merkið og það stendur Reykjavíkurstórveldið framan á henni í hvítu röndinni. Þetta er í raun nákvæmlega eins treyja og aðaltreyjan okkar núna, nema blái og hvíti liturinn eru öfugir.
Ef þú hefur áhuga að fá slíka treyju, eða veist um einhvern sem hefur áhuga á treyjunni, skaltu fylla inn eftirfarandi upplýsingar hér að neðan. Við munum svo hafa samband eins fljótt og autt er svo þú færð treyjuna þína sem fyrst, eða fyrir næsta ÍR leik. Hver treyja kostar 6.500 kr. með merkingum.
Eftirfarandi verður merkt á treyjuna:
- 'Stórveldið' mun standa framan á hvítu röndinni
- ÍR merkið fer á sinn stað
- Aftan á mun standa ÍR Diehards og 109
Það er verið að vinna í því að fá styrktaraðila á treyjurnar en ef einhver vill styrkja ÍR Die Hards getur sá og hinn sami haft samband!